Site icon WPhjálp

WP Engine kynnir sérstakar vefverslunarlausnir

WP Engine er einn stærsti og vinsælasti hýsingaraðili fyrir WordPress vefi í heimi, og er á lista okkar yfir þjónustur sem við mælum með fyrir þá sem vilja nota stýrða hýsingu.

Ef þú ert með virka vefverslun, þá mælum við almennt með því að þú hafir stýrða hýsingu eða eitthvað betra til að keyra hana. Stýrð hýsing er vissulega dýrari, en með henni fylgja oft líka kostir á borð við netspjall, dagleg afrit og æfingasvæði (e. staging) þar sem þú getur prófað ýmsar breytingar án þess að þær hafi áhrif á vefinn þinn.

WP Engine kynnti á dögunum sérstakar vefverslunarlausnir sem kosta frá $30/mán. Með því að taka ódýrasta pakkann færðu möguleikann á því að búa til búa með einum smelli (e. one-click store creation), sjálfvirkar uppfærslur við viðbætur, yfir 30 hágæða þemu frá StudioPress, aðgang að þjónustuveri allan sólarhringinn, dagleg afrit og meira til.

Ef þú ferð í eitt af þeirra dýrari plönum þá færðu svokallað Instant Store Search sem er keyrt af Elasticsearch, og gerir notendum þínum kleift að leita nánast samstundis í netversluninni þinni. Plönin hj´á WP Engine miðast annars við fjölda heimsókna, geymslupláss og heildarumferð (e. bandwidth) um síðuna. Það er því gott að skoða heimsóknafjölda í gegnum Google Analytics eða eitthvað sambærilegt tól til að vita hvaða plan þú þarft að kaupa.

Ef þú smelllir á þennan hlekk þá geturðu fengið 10% afslátt af fyrstu greiðslunni þinni. Endilega kíktu á WP Engine og sjáðu hvort þeirra lausnir geti hentað fyrir þína vefverslun.

Exit mobile version